Magni - KA í bikarnum: Hvað segir Andrés?

Andrés Vilhjálmsson
Andrés Vilhjálmsson

Sérfræðingur KA-sport.is Andrés Vilhjálmsson er búinn að rýna í spákúluna fyrir leik KA og Magna í bikarnum, sem fram fer í Boganum miðvikudaginn 16. maí kl. 19:00. 

"Eftir að hafa skrifað einn ófrumlegasta pistil sem skrifaður hefur verið á KA síðunni þar sem ég uppskar 2 like í heildina þá fór ég að hugsa minn gang og hef ákveðið að prófa einu sinni enn áður en ég játa mig sigraðan. Eins og Jóhann Helgason kom svo glettilega inn á í viðtali eftir síðasta leik þar sem hann sagði að leikmenn liðsins þyrftu bara á smá Step Up að halda þá hef ég ákveðið að útskýra þetta fyrir stuðningsmönnum liðsins. 

Málið er að það hafa verið gerðar 4 kvikmyndir að nafni Step Up. Step Up 1, Step Up 2, Step Up 3 og Step Up 4. Fyrsta myndin kom út árið 2006 með honum Channing Tatum í fararbroddi og fjallar um einhvern street dancer Tyler Gage sem slær í gegn með dansi sínum og verður svo eitthvað ástfanginn og bla. Það er auðvelt að lesa út úr orðum Jóa í þessu viðtali að hann kallar eftir meiri samhæfingu leikmanna inni á vellinum. 

En nóg um það. Svekkjandi tap í fyrsta leik, en svona er boltinn. Þetta er svona svipaður frasi og að segja: lífið er leikur, leiktann. Næsti leikur er gegn Magna í bikarnum og ef menn verða ekki búnir að horfa á allar Step Up myndirnar fyrir þann leik þá er voðinn vís. Guðmundur Óli og Elmar Dan þurfa reyndar ekki að horfa á hana, þeir eru löngu búnir að sjá hana. Fóru á hana í bíó. Saman. 

Ég spái aftur 2-0 fyrir KA. Þetta verður erfiður leikur þar sem Jóhann Helgason setur hann úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleik og Elmar Dan skorar svo með skalla í þetta skiptið."