SportTV sýnir beint frá leikjum í 1. deildinni í sumar!

SportTV vefsíðan sýnir beint frá a.m.k. einum leik í hverri umferð 1. deildar karla í sumar. Þetta eru góð tíðindi og mun klárlega auka áhuga á leikjum í deildinni í sumar, sem verður alveg örugglega mjög spennandi og jöfn. Samningar um þetta tókust í gær milli Knattspyrnusambands Íslands og SportTV.

Auk beinna útsendinga er að því stefnt að sýna markasyrpur úr hverri umferð deildarinnar.

Þær beinu útsendingar sem þegar hafa verið ákveðnar í fyrstu sjö umferðunum eru:

lau. 12. maí. 14:00 Haukar – Tindastóll
lau. 19. maí. 14:00 Víkingur R. – ÍR
fös. 25. maí. 20:00 Þróttur R. – Leiknir R.
lau. 02. jún. 16:00 Fjölnir – KA
lau. 09. jún. 14:00 Haukar – Leiknir R.
lau. 16. jún. 14.00 Þróttur R. – BÍ/Bolungarvík
fim. 21. jún. 20.00 KA – Þór


Eins og sjá má koma KA-menn við sögu í tveimur af þessum leikjum - annars vegar útileik gegn Fjölni 2. júní og síðan verður stórleikur KA og Þórs á Akureyrarvelli þann 21. júní sýndur beint.