Srdjan Rajkovic framlengir út 2016

Túfa og Rajko við undirskrift samningsins
Túfa og Rajko við undirskrift samningsins

Hinn síungi, Srdjan Rajkovic, eða Rajko eins og hann er kallaður, skrifaði í gær undir framlengingu á samningi sínum við KA og gildir hann því út tímabilið 2016.

Rajko hefur staðið sig frábærlega í sumar og má þar helst nefna bikarleikinn við Breiðablik, en við munum öll eftir þeim glæstu markvörslum sem þar litu dagsins ljós, en í heildina hélt Rajko hreinu í 11 leikjum í sumar.

 Rajko mun því spila að hið minnsta eitt tímabil í viðbót fyrir KA.