Túfa í 100 leikja klúbbinn

Túfa hefur reynst KA dýrmætur!
Túfa hefur reynst KA dýrmætur!
Srdjan Tufegdzic betur þekktur sem Túfa hefur fyrir löngu skráð nafn sitt í hjörtu KA-manna en hann kom hingað frá Serbíu árið 2006. Síðan þá eru liðinn 101 leikur og hann því kominn í 100 leikja klúbinn sem undirritaður er að fara yfir og verða þeir leikmenn sem komnir eru með yfir 100 leiki fyrir félagið nefndir hér á síðunni með nokkra daga millibili. En við óskum Túfa til hamingju með þennan áfanga!!