Eftir síðasta tímabil ákvað Túfa að leggja skóna á hilluna eftir sex farsæl ár í KA-treyjunni. Hann kom fyrst til KA fyrir tímabilið 2006 og síðan hefur hann spilað 106 leiki fyrir félagið.
Í fyrra og í ár hrjáðu þrálát meiðsli Túfa sem leiddu loks til þess að hann ákvað að hætta að spila.
Fyrr á þessu ári lauk Túfa við UEFA-A próf í þjálfun. Hann hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka KA, bæði drengi og stúlkur, og mun hann eftir sem áður halda áfram yngriflokkaþjálfuninni, þó svo að hún verði eitthvað minni að umfangi en verið hefur.
Túfa er boðinn velkominn til starfa sem aðstoðarþjálfari mfl. kk. í KA.