Svo sannarlega stál í stál

Jón Heiðar Magnússon í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KA.
Jón Heiðar Magnússon í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KA.
KA spilaði æfingaleik á mánudagskvöld, gegn sínum gömlu góðu vinum úr Þorpinu. Leikurinn var nokkuð jafn og einkenndist fyrst og fremst af baráttu. Úrslitin urðu 1-1. Þórsarar skoruðu snemma leiks en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði leikinn með góðu einstaklingsframtaki rétt fyrir hlé.

Lið KA var þannig skipað:

                          Ársæll
Sissi -           Janez  -  Sandor  -        Jón Heiðar
                            Tufa
Jakob  -   Guðmundur - Andri Fannar - Hallgrímur            
                               Orri

Varamenn voru Jóhann Örn, Haukur Hinriks, Ómar, Davíð Rúnar og Ívar.

Eins og sjá má á þessu liði þá voru tíu uppaldir KA-menn í hópnum sem verður að teljast jákvætt.