Stefán í baráttunni í búningi Tindastóls.
Á dögunum gekk til liðs við KA ungur varnarmaður, Stefán Hafsteinsson að nafni en hann er uppalinn hjá Hvöt.
Stefán er fæddur 1993 og því á fyrsta ári í öðrum flokki en hann er mjög efnilegur varnarmaður og á að baki 20 leiki
með Hvöt síðasta sumar.
Síðasta sumar lék hann einnig þrjá landsleiki fyrir U17 ára landslið Íslands á Norðurlandamótinu.
Félagaskiptin komu í gegn fyrir þremur dögum en Stefán mun standa í ströngu með 2. flokk KA í A-deildinni í sumar en fyrsti leikurinn
hjá þeim er á miðvikudaginn gegn sterku liði KR hér heima.
,,Það er frábært að vera kominn í KA. Félagaskiptin tóku langan tíma en það er gott að vera
kominn. Toppaðstaða, toppstarfsfólk og góður andi í liðinu," sagði Stefán þegar ljóst var að hann væri orðinn
leikmaður KA.
,,Mér líst mjög vel á sumarið. Undirbúningstímabilið er búið að vera langt og menn eru klárir
í þetta og stefnan er sett hátt. Við erum í góðum höndum hjá Míló, hann veit alveg hvað hann er að gera."
Stefán var farinn að spila með meistaraflokki Hvatar í 2. deildinni síðasta sumar og einnig lék hann með þeim í vetur og spurðum við
hann hvort stefnan væri ekki sett á að komast í meistaraflokk KA sem fyrst.
,,Að sjálfsögðu er það stefnan en ég tel einnig að hann eigi eftir að gera góða hluti í sumar," sagði Stefán að
lokum en við bjóðum hann velkominn í KA.