Steinar Tenden aftur í raðir KA

Steinar Tenden í búningi Förde í Noregi.
Steinar Tenden í búningi Förde í Noregi.
Norski framherjinn Steinar Tenden gekk á nýjan leik í raðir KA í dag. Tenden gerði garðinn frægan með KA fyrir átta árum árið 2003, en hefur síðan spilað í Noregi, síðast með Förde, sama liði og Elmar Dan Sigþórsson.

Steinar Sande Tenden er fæddur 1978 og því 33ja ára gamall. Hann spilaði með KA, sem fyrr segir, árið 2003 og spilaði 22 leiki, átján í Landsbankadeildinni og fjóra í VISA-bikarnum og skoraði í þessum leikjum ellefu mörk og var það ár einn markahæsti leikmaður deildarinnar.

Frá KA fór Tenden til Stryn í Noregi og spilaði síðan með Brann. Fór þaðan til Sogndal og loks Förde.

Sem fyrr segir er Steinar Tenden nú þegar orðinn löglegur leikmaður KA á nýjan leik.