Steinar Sande Tenden er fæddur 1978 og því 33ja ára gamall. Hann spilaði með KA, sem fyrr segir, árið 2003 og spilaði 22 leiki, átján í Landsbankadeildinni og fjóra í VISA-bikarnum og skoraði í þessum leikjum ellefu mörk og var það ár einn markahæsti leikmaður deildarinnar.
Frá KA fór Tenden til Stryn í Noregi og spilaði síðan með Brann. Fór þaðan til Sogndal og loks Förde.
Sem fyrr segir er Steinar Tenden nú þegar orðinn löglegur leikmaður KA á nýjan leik.