Steingrímur Örn er í 100 leikja klúbbnum

Steini í leik árið 2005
Steini í leik árið 2005
Steingrímur Örn Eiðsson er næstur á dagskrá í 100 leikja klúbb félagsins en það má með sanni segja að hann hafi rétt slefað inní þennan góða klúbb. Steini er uppalinn á Ólafsfirði og lék með Leiftri áður en að hann gekk til liðs við KA, 4 Apríl 1997.

Hann lék svo sinn fyrsta leik með meistaraflokki 2001 og lék síðan 98 leiki og skoraði 3 mörk fyrir félagið áður en hann hvarf á braut til uppeldisfélagsins, þar var hann hálft ár aður en hann fór í Hamrana sem var 3.deildar lið hér í bæ og skartaði mörgum af skemmtilegri leikmönnum sem KA hefur alið af sér.

Steini snéri svo aftur til KA 2007 og lék 3 leiki og tryggði sér þannig inní 100 leikja klúbbinn með 101 leik fyrir félagið og 3 mörk.

Hann tók síðan við þjálfun Draupnis nú í vor en það ævintýri fauk útum þúfur nú fyrr í sumar þegar félagið var lagt á niður. Steini hefur þjálfað hjá KA í nokkur ár og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks með Dean Martin um tíma.

Fleiri í 100 leikja klúbbnum:
Dean Martin 148 leikir/11 mörk
Srdjan Tufegdzic 103 leikir/2 mörk
Elmar Dan Sigþórsson 110 leikir/12 mörk