Heimasíðan heyrði í aðstoðarþjálfaranum, Steingrími Erni Eiðssyni, eftir sigurleikinn gegn KS/Leiftri og var hann að vonum glaður
í bragði eftir þennan dýrmæta sigur.
,,Frábær karakter hjá strákunum, flottur seinni hálfleikur. En enn einusinni erum við að gera okkur erfitt fyrir með
því að gefa mörk. Við komum til baka og náðum að klára. Þeir strákar sem komu inn
á komu inn af krafti og það var
gaman að sjá," sagði Steingrímur eftir leikinn en það var gott fyrir strákana að reka af sér slyðruorðið og ná sigri eftir
slæmt tap í Njarðvík.
,,Þar vorum við enn og aftur að gefa mörk og gera okkur þetta erfitt fyrir, við sóttum mikið en vorum kannski ekki
nógu graðir til að ná að klára færin okkar."
Næsti leikur strákanna er gegn sterku liði Eyjamanna á útivelli en þeir eru á toppnum í deildinni með fullt hús stiga -
það verður ærið verkefni fyrir strákana og tekur Steini undir það.
,,Það verður án efa erfiður
leikur og við verðum að vera mjög agaðir og skipulagðir allan leikinn en við höfum alveg sýnt það að við getum alveg gert mjög
góða hluti. Ég hef trú á að strákarnir verði klárir og einbeittir á laugardaginn og þá getum við náð
góðum úrslitum."
,,Með þennan hóp af ungum og sprækum strákum þá vildi ég vera með fleiri stig, en í þessum fyrstu
leikjum höfum við verið að gefa allt of mikið af mörkum og gera hlutina erfiða fyrir okkur en við eigum nóg eftir og sumarið er langt," bætt
hann svo við en liðið er í sjötta sæti með átta stig eftir sex leiki.
,,Ég er líka alveg gríðarlega ánægður með Vini Sagga og vona að fólk hjálpi þeim að
styðja við bakið á okkur og fjölmenni á völlinn," sagði Steini að lokum.