Nú þegar sumarið er farið að líða undir lok og síðasta leikur tímabilsins handan við hornið er við hæfi að heyra í
öðrum af þjálfurum liðsins, Steingrími Erni, og renna yfir farinn veg.
,,Sumarið hefur þróast svona nokkurnveginn eins og ég bjóst við," sagði Steingrímur og finnst kannski helst
að Selfoss hafi komið sér á óvart.
,,Það hefur fátt komið á óvart í stöðu
liðsins í deildinni, kannski helst að Selfoss skuli hafa haldið út svona lengi."
KA-menn sitja sem stendur fyrir lokaleikinn gegn Víkingum frá Ólafsvík í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig eftir 21 leik sem
er mikil bæting frá því í fyrra þar sem liðið lenti í næstneðsta sæti með 19 stig og einungis breyting á

deildafyrirkomulagi sem kom í veg fyrir að KA-menn væru að leika deild neðar þetta sumarið.
,,Spilamennskan hefur verið virkilega góð á löngum köflum í sumar, enþað
hefur loðað við okkur að vera að gefa of ódýr mörk en það hefur verið mjög góður stígandi hjá okkur og allir
strákarnir að komast á sömu blaðsíðu og við Dínó hvað varðar hvernig bolta við viljum spila og hvað við viljum
gera," sagði Steingrímur en er þetta eitthvað í takt við það sem menn lögðu upp með fyrir sumarið?
,,Já, ég held það bara, auðvitað ef maður lítur yfir sumarið þá sér maður að við
gætum verið í baráttu um að komast upp, stærsta málið hjá okkur er að við gefum stundum of auðveld mörk og töpum stigi
eða stigum."
Lokaleikur tímabilsins er eins og áður segir á morgun gegn Ólafsvíkingum og með sigri tryggir liðið fjórða sætið.
Sumir segja að þessi leikur skipti litlu máli þar sem liðið sé að sigla tiltölulega lygnan sjó þessa dagana en Steini er ekki
sammála því.
,,Nei alls ekki, við ætlum að mæta í hann til að taka þrjú stig og klára sumarið með stæl. Við
viljum og ætlum okkur að enda í fjórða sæti og með eins mörg stig og við mögulega getum. Enda fínt fótboltasumar með sigri,
frítt á völlinn þannig að ég vona að sem flestir komi á völlinn og skemmti sér með okkur."