Steinn Gunnarsson skrifar undir nýjan samning

Steinn Gunnarsson sem er nú genginn upp úr öðrum flokki skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning en gildandi samningur hans var að renna út nú í haust.

Þetta var seinasta tímabilið sem Steinn er gjaldgengur í annan flokk en hann lék einungis sjö leiki með flokknum í sumar sem endaði í sjöunda sæti A-deildar.

Aftur á móti lék Steinn tuttugu leiki með meistaraflokknum í sumar og skoraði hann í þeim fjögur mörk.

Hann á að baki samtals fimm landsleiki með U17, U18 og U19 ára landsliðum Íslands,

,,Stjórn knattspyrnudeildarar og þjálfarar KA eru sérstaklega ánægðir með að Steinn muni spila með KA a.m.k. næstu þrjú ár," sagði Gassi formaður knattspyrnudeildar eftir undirskriftina.