Miðjumaðurinn Steinn Gunnarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp U19 karla sem heldur til Noregs á laugardaginn til að taka þátt
í milliriðli EM en hann kemur inn í hópinn í stað Viktors Unnars Illugasonar leikmanns Reading sem er meiddur.
Steinn hefur leikið á vinstri kanti með meistaraflokknum í vetur og staðið sig með prýði og skemmst er að minnast þess að hann skoraði
tvö mörk í 7-1 sigrinum á KS/Leiftri um þarsíðustu helgi.
Hann er á elsta ári í öðrum flokki en Steinn á að baki þrjá U17 landsleiki og einn U18.
Leikið verður dagana 27. apríl til 2. maí. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru, auk heimamanna, Ísrael og Búlgaría.
Efsta þjóð riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni er fer fram í Tékklandi í júlí.
Mynd: Steinn í baráttunni í úrslitum VISA-bikarsins í haust gegn Þór.