Stjórn knattspyrnudeildar og leikmenn stilla saman strengi

Í gærkvöld var haldinn fundur stjórnar knattspyrnudeildar KA með leikmönnum þar sem aðalmálið var að kynna nyja meðlimi stjórnarinnar. Fundurinn þótti takst vel og voru liflegar umræður i gangi. Að fundinum loknu fengu menn sér Greifa pizzur og ískalt Pepsi og er þvi var lokið fór fram siðbúinn verðlauna afhending. Eins og allir KA menn nær og fjær vita var markmaður KA Sandor Matus valinn íþróttamaður ársins 2008 hjá KA.

Fékk Sandor til eignar bikar sem gefin er af fyrrum formönnum KA, einnig fylgdi farandbikar og forláta bók um Ítalska matargerð en Sandor er að eiginsögn liðtækur kokkur. Blóm sem þessu fylgdu voru dauð,en skaðinn var litill þar sem Sandor var búinn að borða.
- Frétt og myndir Auðunn Víglundsson.


Veitingum gerð góð skil.


Sandor tekur við verðlaunum úr hendi nýs formanns kanttspd. Bjarna Áskells.