Stórleikur í Eyjum hjá Þór/KA

Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar
Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar

Kvennalið Þórs/KA leikur í dag gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsi deildarinnar þegar liðið sækir ÍBV heim til Vestmannaeyja. Leikurinn er liður í 15. umferð deildarinnar og er okkar lið með 8 stiga forskot á toppnum þegar einungis 12 stig eru eftir í pottinum.

Sigur í dag myndi fara langleiðina með það að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en ÍBV er með hörkulið sem er komið alla leið í Bikarúrslitin og er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá stelpunum. ÍBV verður að vinna leikinn til að halda lífi í titilvonum sínum og þá gæti Breiðablik í kjölfarið færst nær.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leikinn, áfram Þór/KA!

 FÉLAGLUJTMÖRKNETSTIG
1 Þór/KA 14 12 2 0 35  -    9 26 38
2 Breiðablik 14 10 0 4 36  -  10 26 30
3 Valur 14 9 1 4 34  -  16 18 28
4 ÍBV 14 8 4 2 28  -  14 14 28
5 Stjarnan 14 8 3 3 33  -  14 19 27
6 FH 14 6 1 7 15  -  20 -5 19
7 Grindavík 14 4 2 8 13  -  35 -22 14
8 KR 14 4 0 10 12  -  32 -20 12
9 Fylkir 14 1 2 11 10  -  31 -21 5
10 Haukar 14 0 1 13   9  -  44 -35 1