Gestir okkar í kvöld er Haukar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar fyrrum landsliðsþjálfara.
Vel mannað lið sem hefur gengið mjög vel það sem af er þessu keppnistímabili og er lið þeirra sem stendur í þriðja sæti
deildar með 15 stig.
Við höfum hinsvegar yfirhöndina í gegnum tíðina í leikjum okkar gegn þeim, frá árinu 1977 til dagsins í dag hafa lið
KA og Hauka mæst 14 sinnum og við hrósað sigri sjö sinnum, þrisvar hefur orðið jafntefli og þeir hafa hrósað sigri í fjórum
viðreignum. Markatala er okkur hagstæð sem nemur einu marki 25 gegn 24.
Ljóst að þetta verður hörkuleikur, okkur þyrstir í stig og við ætlum okkur þau.
Leikurinn hefst kl 19,30 og þú lætur sjá þig.
Áfram KA