Stórskemmtilegt innanhússmót

Sigurvegarnir í
Sigurvegarnir í "1991" bláklæddir. Að baki þeim eru grænklæddir "Meistarar" ásamt dr. Petar, sem var yfirdómari mótsins.

Innanhússmótið í fótbolta í KA-heimilinu síðdegis í gær tókst með miklum ágætum og voru keppendur hinir ánægðustu með hvernig til tókst. Þegar upp var staðið höfðu félagarnir í liðinu "1991" sigur eftir æsilegan úrslitaleik við Meistarana, sem sigruðu í mótinu fyrir tveimur árum. Þátttakendur höfðu á orði eftir mótið að þetta mót yrði að vera árlegur viðburður og eigum við ekki bara að hafa það sem nýársheit að svo verði!

Í mótinu tóku að þessu sinni þátt níu lið og skiptust þau í tvo riðla. Síðan var krossspilað milli riðla og loks úrslitaleikur.

Í sigurliðinu "1991" voru fjórir knáir fótboltamenn - núverandi og fyrrverandi KA-menn; meistaraflokksleikmenn KA þeir Haukur Hinriksson og Árni Arnar Sæmundsson, Valsmaðurinn Andri Fannar Stefánsson og KR-ingurinn Haukur Heiðar Hauksson.

Að mótinu loknu var slegið upp veislu í KA-heimilinu þar sem menn fóru yfir fótboltaárið og ræddu heimsmálin í bland við að fylgjast með Liverpool sigra Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.