Föstudaginn 19. september hélt knattspyrnudeildin skemmtilegt árgangamót en það var haldið í tengslum við lokahóf deildarinnar sem haldið
var kvöldið eftir.
Leikið var á tveimur völlum og alls voru níu lið skráð til leiks. Margir gamalkunnir kappar tóku fram skónna á ný og þar
má nefna Tryggva Gunnarsson fyrrum markaskorara, Þorvald Makan, Höskuld Þórhallsson, Bjarna Jónsson og Maggi Siguróla tók fram hanskana á
ný og sýndi gamalkunna takta í markinu en svona mætti lengi telja.
Ætlunin er að gera þetta mót að árlegum viðburði á KA-svæðinu og vonandi að það verði bara stærra og veglegra
á næstu árum.
Myndaveisla með hundruðum mynda frá mótinu er nú komin inn á vefinn og til að sjá hana skal smella
hér en hún er einnig aðgengileg á myndasíðunni.
Mynd: Sigurvegarar mótsins fagna að móti loknu - árgangur 1974. Eitthvað voru þó um ásakanir um að
þeir hefðu teflt fram ólöglegum leikmanni en þeir létu þær sem vind um eyru þjóta.