06.05.2012
Íslenska U-17 landsliðið í knattspyrnu með KA-strákana Fannar Hafsteinsson og Ævar Inga Jóhannesson innanborðs mæta Þjóðverjum
í öðrum leiknum í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á morgun, mánudag. Leikurinn hefst kl. 16.30 að íslenskum
tíma og er rétt að vekja athygli á því að hann verður sýndur í beinni útsendingu íþróttarásarinnar
Eurosport.