Stubbs mætti á æfingar hjá yngri flokkum (Ásamt myndum)

Brynjar Ingi Bjarnason og Jake Martin leikmenn 5. flokks karla eftir að hafa fengið boðsmiðana.
Brynjar Ingi Bjarnason og Jake Martin leikmenn 5. flokks karla eftir að hafa fengið boðsmiðana.
Dan Stubbs nýjasti leikmaður meistaraflokks mætti á æfingar hjá yngri flokkum í gær og dreifði boðsmiðum á leik KA og Gróttu sem fram fer á föstudaginn.

Ásamt því að dreifa miðunum spjallaði hann við krakkana og meira að segja var hann með yngstu strákunum í spili á æfingunni sjálfri og höfðu báðir aðilar virkilega gaman af.

Gaman er að segja frá því að Stubbs fannst ótrúlegt hversu góðir margir af krökkunum væru orðnir og sagði greinilegt að mikið og gott starf væri verið að vinna hjá þjálfurum þessa flokka og sagði það mun betra en margt af því sem hann hefði séð í heimalandi sínu.