Sveinn Elías farinn í Þór

Sóknarmaðurinn Sveinn Elías Jónsson ákvað að ganga til liðs við nágranna okkar í Þór nú á dögunum.

Sveinn hefur undanfarna tvo vetur lagt stund á nám í Bandaríkjunum og leikið fótbolta þar en hann gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2006 frá Leiftri/Dalvík.

Það tímabil lék hann 23 leiki og skoraði í þeim níu mörk, en hinu dapra sumari í fyrra lék hann 15 leiki og skoraði tvö mörk. Núna í sumar gekk honum svo illa að festa sig í sessi í liðinu og endaði með því að taka þátt í ellefu leikjum án þess að ná að skora.

Mynd: Svenni á fleygiferð sl. vor í fyrsta leik tímabilsins gegn Fjaraðbyggð eftir að hafa komið inn sem varamaður.