Getraunastarf KA hefst á ný eftir sumarfrí. Fyrirkomulagið verður með öðru sniði en áður eða
deildarkeppni þar sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð.
Samstarfsaðilar okkar í vetur eru fjölmargir og meðal vinninga má nefna borgarferð í vetur (flug, bíll, gisting, matur og leikhús fyrir tvo) sem
eru fyrstu verðlaun fyrir áramót. Einnig eru veitt verðlaun fyrir 2. og 3. sætið bæði fyrir og eftir áramót sem og fyrir besta seðil
ársins og bestan samanlagðan árangur í keppnunum tveimur.
Heildarverðmæti vinninga er tæp hálf milljón króna.
Þátttakendur safna stigum með þeim hætti sem við þekkjum frá deildarkeppnum í íþróttum almennt þar sem 3 stig fást fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Dæmi: Óskar Þór mætir Gunnari Níelssyni í 1. umferð. Óskar Þór fær 8 rétta en Gunnar 7 rétta. Óskar Þór fær 3 stig og 1 mark í plús en Gunnar ekkert stig og 1 mark í mínus.
Leiknar verða 48 raðir í hverri viku sem kosta kr. 816,- og samanstanda af 1 þrítryggingu og 4 tvítryggingum.
KA fær 26% af hverjum seldum miða.
Vertu með í skemmtilegum leik og styrktu KA í leiðinni.
Tekið er við skráningum á netfangið getraunir@ka-sport.is til og með 30. september n.k. Fram þarf að koma fullt nafn, sími, netfang og kortanúmer ásamt gildistíma en greiða þarf með kreditkorti í gegnum sölukerfi KA.
Þeir sem ekki hafa náð 18 ára aldri geta tekið þátt en greiða þarf með korti forráðamanns.
Keppnin hefst 1. október n.k.