Tæpur sólarhringur í að N1 mótið hefjist! (+VefTV)

1 dagur í mót og verkefnum fækkar...
1 dagur í mót og verkefnum fækkar...
Nú er tæpur sólarhringur í að flautað verði til leiks á N1 mótinu. Síðustu vikur og daga hafa starfsmenn KA svæðisins ásamt sjálfboðaliðum á öllum aldri unnið vasklega að því að allt verði klárt og nú undir kvöld virtist  þeirri vinnu vera nánast lokið. Menn geta nú beðið rólegir eftir að mótið hefjist.

Vellirnir hafa oft verið í betra ásigkomulagi en þeir komu geysi illa undan vetri, auk þess sem aðalvöllurinn var eyðilagður í fyrra haust. Þó er engan bilbaug að finna á skipuleggjendum og verður keppt á 10 völlum líkt og áður. Flautað verður til leiks stundvíslega klukkan 15 á morgun, miðvikudag, og verður leikið alveg fram til hálf ellefu fyrsta daginn. Við munum svo greina frá öllu því sem verður um að vera yfir mótið og munum einnig virkja nýjung hjá okkur, þ.e. vefsjónvarp KA og birta m.a. viðtöl við unga fótboltakappa á hverjum degi. Fréttir munu einnig streyma inn á vef N1 - mótsins, www.ka-sport.is/n1motid og helstu fréttir þaðan munu einnig birtast hér.

Tilraunafrétt frá VefTv KA. (1:08 min)