Tap á móti Fylki. Leikmaður á reynslu

Dan Stubbs stóð sig vel í dag
Dan Stubbs stóð sig vel í dag
Í dag kl 15.00 spilaði KA æfingaleik á móti Fylki á gervigrasinu í Árbænum. Í leiknum kom við sögu nýr leikmaður að nafni Dan Stubbs. Stubbs hitti KA liðið í Reykjavík í dag og spilaði leikinn á móti Fylki, Stubbs er nú á leiðinni norður með liðinu þar sem hann mun halda áfram að æfa með KA næstu daga áður en það verður tekin ákvörðun um hvort hann verði áfram eða ekki.



Stubbs er réttfættur en getur leyst stöðu vinstri og hægri kanntmanns sem og hann getur spilað sem miðjumaður. "Hann er með góða fyrstu snertingu, fljótur og talar endalaust" sagði Dean martin þjálfari KA meðal annars, og virtist mjög ánægður með Stubbs.

"Við spiluðum fínan leik, varnarvinnan var góð og síðan bjargaði Fylkir tvisvar á marklínu"

Þegar 20 mín voru eftir af leiknum fór David útaf, en hann hafði á príðis leik, og inná í hans stað kom Orri Gústaf. Orri átti gott færi þegar hann komast einn á móti markmanni í stöðunni 0-0 en boltinn fór í stöngina.

KA menn náðu hinsvegar ekki að skora en það voru Fylkis menn sem náðu að pota inn marki á síðustu sekúndum leiksins og niðurstaðan því 1-0 fyrir Fylki.

Eins og margir hafa séð á fótbolti.net er KA spáð 8 sæti í 1.deildinni í sumar. Þetta er kannski ekki alveg það sem menn voru að búast við. Í greininni á fótbolti.net er farið hörðum orðum um leikmannahóp KA og meðal annars sagt að KA sé búið að vera að flytja inn útlendinga á færibandi síðustu ár.

Næsti leikir KA er á móti Þrótt á útivelli sunnudaginn 9.maí næstkomandi kl 14.00