Tap gegn Leikni

Leiknir hafði 2-0 sigur á KA-mönnum á Akureyrarvelli sl. laugardag. Pape Mamadou Faye skoraði bæði mörk Leiknis, það fyrra á 40. mínútu og seinna markið á 63. mínútu. KA-menn fengu sannarlega færi í þessum leik til þess að skora mörk, en eins og oft áður vantaði að klára færin. Næsti leikur KA verður á útivelli gegn ÍR nk. föstudagskvöld.