Tap í Grafarvogi í dag - Nánari umfjöllun væntanleg

Það stóð tæpt hjá Hauki og félögum í dag
Það stóð tæpt hjá Hauki og félögum í dag
Okkar menn heimsóttu Fjölni í Grafarvoginn fyrr í dag. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur og sóttu Fjölnismenn mun harðar en við allan fyrri hálfleikinn. Hálfleikstölur voru 2 - 0 fyrir Fjölnismenn sem settu mörk á '32 mín og '39 mín. Eitthvað hefur Deanó lesið yfir okkar mönnum í hálfleik því þeir komu fílelfdir í seinni hálfleikinn og jöfnuðu metin með mörkum frá David Diztl (Dobbúl Dí) og hinum nýbakaða föður Túfa.

Allt stefndi í jafntefli en Fjölnismenn náðu svo að pota inn marki nokkrum mín áður en dómarinn flautaði leikinn af og uppskárum við því svekkjandi tap, 3 - 2, í Grafarvoginum í dag. Eftir leikin í dag, sitjum við í 7. sæti með 23 stig. Nánari umfjöllun er væntanleg síðar.

Minnum á næsta heimaleik sem verður eftir slétta viku gegn toppliði Leiknis!

Áfram KA!