Okkar menn voru greinilega ekki alveg stemmdir fyrir leikinn í kvöld, sem tapaðist því miður með þremur mörkum Þórsara gegn tveim
mörkum frá okkur. KA liðið byrjaði ekki vel og komust vinir okkar í Þór í 2-0 snemma leiks. Við minnkuðum svo muninn um miðjan fyrri
hálfleik, jöfnuðum um miðjan seinni hálfleik en við sóttum stíft í seinni hálfleik. Það var svo á loka
mínótum leiksins sem Þórsararnir tryggðu sér sigurinn með þriðja markinu.
Við meigum þó ekki láta þetta grátlega tap fara með okkur og skulum mæta fersk í næsta leik þriðjudaginn 28. júlí
klukkan 19:15 gegn Leikni á Akureyrarvelli. Við höldum í slagorðið okkar ennþá: Things Can Only Get Better! Meðfylgjandi eru myndir af Vinum Sagga sem
stóðu sig frábærlega eins og á öllum leikjum. Undirritaður hvetur alla til þess að taka þátt með þeim! Hægt er að
kaupa boli af þeim á 1.500 kr - en gula litinn vantar oft sárlega í stúkuna. Áfram KA!
Nánari umfjöllun er
væntanleg síðar.
Mörk KA:
David Ditzl (27)
Dean Martin (71)

Saggar á öllum aldri!

Vinir Sagga þramma að Hamri...

Framhjá Hamri áleiðis á frjálsíþróttavöllinn við Skarðshlíð.

Jón Heiðar einn af forsprökkum Sagganna...

KA!

Nokkrir af Vinum Sagga!