Tap í fyrsta leik Lengjubikarsins (Umfjöllun)

Á laugardaginn sl. mættust Fjölnir og KA í fyrstaleik KA-manna í Lengjubikarnum en leikurinn fór fram í Egilshöll.

Fjölnir 4 -1 KA
1-0 Tómas Leifsson
1-1 Haukar Heiðar Hauksson
2-1 Gunnar Már Guðmundsson
3-1 Jónas Grani Garðarsson
4-1 Gunnar Már Guðmundsson

Sandor

Haukur Hei. - Norbert - Sigurjón - Ingi F.
Arnar M. (F)
Dean M. - Guðmundur Ó. - Andri F. - Steinn G.
Bjarni P.



Varamenn: Árni Arnar Sæmundsson, Jakob Hafsteinsson, Haukur Hinriksson, Arnór Egill Hallsson(Bjarni Pálma), Túfa(Andri Fannar), Sveinbjörn(Sigurjón).

Leikurinn hófst ekki vel hjá KA þar sem þeir gerðu sig seka um afar slæm varnarmistök eftir einungis nokkrar mínútur sem leiddu til þess að Fjölnismenn komust yfir.

Haukur Heiðar Hauksson jafnaði síðan metin eftir vel útfærða hornspyrnu með skalla af fjærstöng en á þeim tímapunkti voru KA-menn sterkari aðilinn á vellinum og áttu nokkur fín færi sem þeir hefðu getað nýtt betur og náð yfirhöndinni í leiknum.

Svo fór ekki og áður en flautað var til hálfleiks höfðu Fjölnismenn bætt við tveimur afskaplega ódýrum mörkum en KA-menn gerðu þeim alltof auðvelt fyrir.

3-1 í hálfleik en það var alltof stór munur miðað við spilamennsku liðanna. Gunnar Már Guðmundsson náði svo að bæta við einu marki í viðbót fyrir Fjölni þegar hann lék á tvo varnarmenn KA.

Næsti leikur í deildarbikarnum er gegn Þór og fer hann fram mánudaginn 23. mars í Boganum.