Þakkir frá mótsnefnd Greifamótanna!

Mótsnefnd Greifamóta KA vill þakka af heilum hug öllum sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd Greifamóts KA í 4. flokki karla í knattspyrnu um helgina. Án ykkar allra væri þetta ómögulegt!

Þakkir sendum við öllum foreldrum strákanna í 4. flokki kk í KA, sem skiptu með sér vöktum í Glerárskóla og Boganum. Sömuleiðis öllum dómurum og línuvörðum, sem stóðu vaktina í Boganum. Þá skal að sjálfsögðu þakka öllum knattspyrnustrákunum, þjálfurum þeirra og forráðamönnum fyrir drengilega og skemmtilega leiki í Boganum. Síðast en ekki síst þökkum við þeim fyrirtækjum sem styrktu mótshaldið með einum eða öðrum hætti fyrir þeirra hlut. Þessir bakhjarlar eru okkur gríðarlega mikilvægir og stuðningur þeirra við barna- og unglingastarf í knattspyrnunni er ómetanlegt. TAKK innilega, allir þið sem komuð að framkvæmd Greifamótsins um helgina.

Þriðja og síðasta Greifamót KA þessa árs verður haldið laugardaginn 5. maí og eins og áður verður það fyrir yngstu krakkana - 8. fl, 7. flokk kk og kvk og 6. fl. kvk. Geymið ekki að senda skráningar í það mót! Mikill áhugi er á mótinu og því er mikilvægt að skrá lið sem fyrst. Sendið skráningar á oskar@ka-sport.is