ÍR náði óvæntum sigri á útivelli gegn lærisveinum Guðjóns Þórðarssonar, Bí/Bolungarvík og segir Guðlaugur að hans menn leggi allt í sölurnar fyrir 3 stig “Við munum leggja allt í sölurnar til þess að ná í þau stig sem í boði eru en gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þau stig verða síður en svo auðfengin”
ÍR byrjaði eins og fyrr segir á Ísafirði og fer svo á Akureyri og því byrjar liðið á tveimur lengstu ferðalögunum sem hlýtur að vera fínt að klára af. “Að sjálfsögðu tökum því sem að höndum ber með bros á vör. Svona raðaðist mótið upp og það er bara hið besta mál þó að það hefði ekkert verið síðra að fá að heimsækja Akureyri þegar sumarið væri búið að festa rætur.”
Leikurinn fer fram í Boganum en það fer ekkert í ÍR-inga “Ég held að það sé bara skynsamlegt að leikurinn fari fram þar í stað þess að vera að reyna að spila við erfiðar vallaraðstæður og hin ýmsu veðrabrigði.”
Aðspurður útí KA liðið sagðist hann ekki mikið búinn að fylgjast með því og einungis leikurinn á móti Leikni sem hann hefur séð “Þar var greinilegt á öllu að Gulla hefur tekist að búa til vel skipulagt og flott fótboltalið á stuttum tíma þrátt fyrir töluverðar mannabreytingar,” Sagði Guðlaugur að lokum
KA vs ÍR klukkan 19:00 í Boganum í kvöld! Doktorinn mætir og þú líka!