Þjálfarafélag KA stofnað í gær
Í gærkvöldi funduðu saman þjálfarar allra deilda hjá KA. Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri KA opnaði fundinn og kom
umræðunni af stað um að stofna þjálfarafélag innan KA.
Jón Óðinn júdó þjálfari sá síðan um að halda umræðunni gangandi um hvernig ætti að
haga svona þjálfarafélagi innan félagsins
Hugmyndin að þjálfarafélag spratt uppúr fyrirlestri sem Stefán Ólafsson hélt fyrir þjálfara allra deilda á dögunum.
Þar var ákveðið að allir þjálfara félagsins myndu hittast og eiga góða stund í kjölfarið. Sævar Árnason
handknattleiksþjálfari sendir síðan bréf á Gunna Jóns (framkv. stjóra) sem hennti hugmyndinni áleiðis á aðalstjórn
félagsins.
Tilgangur félagsins
Megin tilgangur svona félags er að þjálfarar innan félagsins nái sér í þekkingu hjá þjálfurum annara deilda
félagsins sem síðan sé hægt að nýta við sína þjálfun.
Þjálfarafélagið myndi sjá um að skipuleggja allskyns fræðslu og fyrirlestra, sem gæti verið eins og þegar Haukur Ingi Guðnason og
fleiri héldu fyrr á árinu fyrir knattspyrnudeild.
Stjórn
Á fundinum að var skipuð stjórn sem sér um að fara með ýmis mál fyrir félagið og skipuleggja fundi hjá félaginu.
Stjórnina skipa:
Formaður: Jóhannes Gunnar Bjarnason - Handknattleiksdeild
Meðstjórnandi: Jón Óðinn Waage -
Jódódeild
Meðstjórnandi: Sigurður Pétur Ólafsson - Knattspyrnudeild
Fræðslustjóri: Sævar Árnason - Handknattleiksdeild
Allir sem fundinn sóttu voru sammála um að svona þjálfarafélag væri mjög nauðsynlegt og væri eitthvað sem hefði átt að
vera búið að stofna fyrir löngu síðan.