Þriðjudaginn 25. febrúar klukkan 20:15 í Boganum fer fram leikur Þórs/KA og Breiðabliks í Lengjubikarnum.
Þetta er fyrsti leikur liðanna í Lengjubikarnum en sex efstu lið Pepsideildar kvenna 2013 leika í A-riðli. Leikin er einföld umferð og komast fjögur efstu liðin í undanúrslit.
Innbyrðisviðureignir liðanna 2013
17. mars Breiðablik 3-1 Þór/KA, Lengjubikarinn
25. júní Þór/KA 1-1 Breiðablik, Pepsideildin
24. ágúst Breiðablik 2-1 Þór/KA, Bikarúrslitaleikur
11. september Breiðablik 1-5 Þór/KA, Pepsideildin