Stelpurnar í Þór/KA hafa sýnt mikinn styrk í leik sínum í allt sumar og uppskorið samkvæmt því Íslandsmeistaratitilinn þegar einni umferð í Pepsídeild kvenna er ólokið.
Allir leikmenn Þórs/KA, þjálfararnir Jóhann Kristinn Gunnarsson og Siguróli Kristjánsson, kvennaráð Þórs/KA með Nóa Björnsson í broddi fylkingar, aðrir aðstandendur liðsins og Akureyringar allir; innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn - þetta er frábær og verðskuldaður árangur!