Þór/KA náði í fyrstu þrjú stigin til Grindavíkur

Stelpurnar í Þór/KA spiluðu sinn annan deildarleik í dag þegar þær sóttu heim Grindavíkinga og höfðu sigur, 1-2. Sigurinn var kærkomin eftir afleita byrjun, en sem kunnugt er töpuðu stelpurnar illa heima í fyrsta leik gegn ÍBV 0-5.

Grindavíkurstelpur skoruðu fyrsta markið á 19. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Rakel Hönnudóttir úr víti. Það var síðan bandaríska stelpan Manya Makosky sem innsiglaði sigur Þór/KA á 74. mínútu með svakalegu skoti sem small í slánni og inn.