Þór/KA stelpum innilega fagnað í lokahófi yngri flokka

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

Hinum nýbökuðu Íslandsmeisturum í Þór/KA í knattspyrnu var vel og lengi fagnað í lokahófi yngri flokka í KA-heimilinu í dag, en stelpurnar mættu þar með bros á vör eftir gleðiríkan gærdag þegar Íslandsmeistaratitillinn var innsiglaður með mögnuðum sigri á Selfyssingum.

Eftir sigurinn í gær færði Þór stelpunum rauðar rósir og í dag færði KA þeim gular rósir. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir utan KA-heimilið í dag af Íslandsmeisturunum með nokkrum ungum og upprennandi knattspyrnustelpum.