Kvennalið Þórs/KA spilar á morgun, miðvikudaginn, 27. september, kl. 16.15 við þýska liðið 1. FFC Turbine Potsdam á Þórsvelli og eru allir hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á stelpunum.
FFC Turbine Potsdam er eitt besta félagslið kvenna í Evrópu og þar með í heiminum og því er það mikill hvalreki að fá þetta frábæra lið til Akureyrar. Seinni leikur liðanna verður á heimavelli Potsdam á miðvikudag í næstu viku, 5. október.
Það skiptir öllu máli að styðja vel við bakið á stelpunum í þessum leik og því eru allir hvattir til að koma á völlinn.