Þórður Arnar og Sigurjón Fannar framlengja

Þórður Arnar (t.v.) og Sigurjón Fannar. Á milli þeirra er Óskar Þór, framkvæmdastjóri knattspyrnudei…
Þórður Arnar (t.v.) og Sigurjón Fannar. Á milli þeirra er Óskar Þór, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Í dag skrifuðu knattspyrnumennirnir Þórður Arnar Þórðarson og Sigurjón Fannar Sigurðsson undir nýja tveggja ára samninga við KA.

 

Báðir eru þeir Þórður Arnar og Sigurjón Fannar varnarmenn.

Þórður Arnar er fæddur árið 1986. Hann hefur spilað með KA síðan 2007, en áður var hann í herbúðum Þórs. Hann hefur spilað á fimmta tug leikja með KA í deild og bikar og skorað í þeim tvö mörk.

Sigurjón Fannar er fæddur 1990. Hann er ávöxtur yngri flokka starfs KA og hefur aldrei spilað í öðru en KA-treyjunni. Hann spilaði einn leik með meistaraflokki sumarið 2011 og kom síðan við sögu í tíu leikjum í deild og bikar á síðasta keppnistímabili.