Þórður Arnar Þórðarson framlengdi við KA

Varnarmaðurinn Þórður Arnar Þórðarson sem kom til KA frá Þór um mitt sumar árið 2007 framlengdi samning sinn við KA á dögunum.

Þórður er fæddur árið 1986 en seinasta sumar lék hann sex leiki fyrir liðið og skoraði í þeim eitt mark sem var sigurmark gegn Haukum á Akureyrarvellinum. Sumarið 2007 þegar hann kom til liðsins lék hann átta leiki.

Þórður verður fram á vor í Bandaríkjunum þar sem hann leggur stund á nám en hann kemur síðan inn í lokaundirbúning liðsins fyrir Íslandsmótið.

Mynd: Þórður og Dínó hressir á æfingu í Boganum.