Varnarmaðurinn Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA eftir eins árs dvöl hjá KS/Leiftri sem féll
niður í 2. deild.
Þorvaldur lék með KA frá 2002-2007 í vörninni áður en hann ákvað að snúa á

heimaslóðir og leika með KS/Leiftri í fyrstu deildinni í sumar.
KA-menn eru ánægðir að endurheimta Þorvald enda öflugur varnarmaður á ferðinni.