Þorvaldur í baráttunni gegn Víking Ó. í sumar.
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson varnarmaðurinn reyndi sem lék með KA í sumar er genginn til liðs við KS/Leiftur sem leikur í 2. deildinni.
Þorvaldur lék tólf leiki með liðinu í sumar en fyrri hluta leiktímabilsins var hann fjarri góðu gamni vegna meiðsla en þegar hann
hafði jafnað sig af þeim kom hann sterkur inn í hjarta varnarinnar.
Hann á að baki tugi leikja fyrir KA bæði í 1. deild og úrvalsdeild.
Við óskum Þorvaldi góðs gengis hjá KS/Leiftri.