Þrefaldur leikdagur kl. 16:00

Nóg um að vera í dag
Nóg um að vera í dag

Það er af nógu að taka í dag þegar KA/Þór sækir Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna í handboltanum og KA og Þór/KA hefja leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu en allir leikir dagsins hefjast kl. 16:00.

KA mætir Grindavík í Akraneshöllinni og Þór/KA tekur á móti Keflavík í Boganum. Leikir KA/Þórs og KA verða í beinni á Stöð 2 Sport og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála!