Þrír uppaldir leikmenn skrifa undir

Frá undirritun í dag.
Frá undirritun í dag.
Þeir Jón Heiðar Magnússon, Ívar Guðlaugur Ívarsson og Víkingur Hauksson skrifuðu allir undir tveggja ára samning við KA í dag. Allir þessir leikmenn eru örfættir og munum við sjá þá leika listir sínar á vinstri kantinum í vetur og næsta sumar.

Jón Heiðar og Ívar eru báðir fæddir 1991 og gengu því upp úr 2. flokk í haust. Þeir voru hluti af Íslandsmeistaraliði KA árið 2007 í 3. flokki. Báðir hafa þeir fengið smjörþefinn af því að spila með meistaraflokki en þeir léku báðir einn leik í deild í sumar og fjóra leiki í Deildarbikarnum seinasta vetur. Jón Heiðar getur leyst bæði stöðu vinstri bakvarðar sem og vinstri kantmanns. Ívar er teknískur kantmaður sem getur oft reynst varnarmönnum erfiður. 

Víkingur er fæddur 1990 og kemur hann frá Draupni þar sem hann var valinn besti leikmaður tímabilsins. Víkingur er uppalinn KA-maður sem lék síðast með KA sumarið 2009, þá með 2. flokki. Víkingur er sterkur og fljótur bakvörður.