Strákarnir fóru í æfingaferð erlendis en einnig hefur verið stíft æfingaprógram í gangi í vetur og vor. ,,Já, ég er nokkuð ánægður bara. Fórum í góða ferð til Portúgals sem tókst alveg svakalega vel, æft stíft og haft mjög gaman. Held að hún hafi þjappað okkur mjög vel saman og skilað miklu."
Steini vildi lítið gefa út um markmið liðsins fyrir sumarið en sagði það væri bara að ná í þrjú stig í öllum leikjum. ,,Við förum bara í alla leiki til að ná í stigin þrjú, svo sjáum við bara til hverju það skilar okkur."
,,Ég er nú ekki mikill spámaður en ef við höldum haus og góðri stemningu hjá okkur þá er aldrei að vita hvað gerist."
Eins og flestir vita var tímabilið í fyrra í heild sinni hrikalega dapurt og náði liðið rétt svo að bjarga sér frá falli
í lokin en þar sem einungis eitt lið féll sluppu KA-menn sem enduðu í næstneðsta sæti. ,,Mér fannst sumarið í fyrra mikil vonbrigði, liðið var í slöku formi og náði þar af leiðandi ekki að spila
einhvern bolta, fannst líka vanta alvöru metnað, að menn væru tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn."
Opnunarleikur sumarsins er gegn Fjarðabyggð á mánudaginn og fer hann fram í Boganum þar sem enginn grasvöllur er tilbúinn. ,,Við förum auðvitað í hann til að sækja þrjú stig enda á heimavelli.En oft er mikil spenna í fyrsta leik þegar deildin er að byrja og undirbúningstímabilið búið en ég hef trú á að strákarnir hristi mestu spennuna úr sér í vikunni og komi hæfilega spenntir í leikinn og taki vel á því."
,,Að lokum vil ég svo hvetja alla til að mæta á völlinn í sumar og hvetja strákana og hjálpa okkur að búa til góða stemningu í kringum liðið okkar KA-manna. Gerum þetta að skemmtilegu sumri, áfram KA!!!!," sagði Steini Eiðs að lokum.