Þrír Völsungar komnir í KA

Guðmundur Óli Steingrímsson sem lék með KA-liðinu fyrri hluta seinasta sumars hefur gengið aftur í raðir KA ásamt tveimur yngri bræðrum sínum, þeim Hallgrími og Sveinbirni.

Allir eru þeir uppaldir í Völsung en Guðmundur er 22 ára gamall miðjumaður, Sveinbjörn tvítugur varnarmaður og Hallgrímur átján ára sóknarmaður.

Guðmundur byrjaði síðasta tímabil með KA en í júlí fór hann aftur á heimaslóðir og lék með bræðrum sínum í Völsungsliðinu sem endaði neðst í annari deildinni og féll þ.a.l. niður í þá þriðju.

Sveinbjörn á að baki átján leiki með Völsung, Hallgrímur 23 og Guðmundur 72 með Völsung og 15 með KA.

Mynd: Guðmundur með knöttinn í leik seinasta vor.