Tilboð opnuð í endurbyggingu stúku Akureyrarvallar

Í gær voru hjá Fasteignum Akureyrarbæjar opnuð tilboð í einstaka verkþætti við endurbyggingu og úrbætur í stúku Akureyrarvallar, sem nú er heimavöllur KA.

Verið er að fara yfir tilboðin, en þess er vænst að unnt verði að hefja framkvæmdir síðar í þessum mánuði.

Áður höfðu verið opnuð tilboð í smíði innréttinga í stúkunni og var Ölur með lægsta tilboðið. Nú þegar hefur nú þegar verið samið við fyrirtækið um að taka að sér þann verkþátt.

Samkvæmt upplýsingum Fasteigna Akureyrarbæjar hefur verið lokið við að hreinsa út allt rusl og úr sér gengna hluti í stúkubyggingunni og er hún að heita má „strípuð“ og næsta skref er því einfaldlega að hefja endurbygginguna.