Það má með sanni segja að 2008-2009 tímabilið hjá KA-mönnum hefjist fyrir alvöru á morgun þrátt fyrir að strákarnir
hafi hafi æfingar fyrir allnokkru en á morgun fer fram fyrsti leikurinn hjá liðinu er þeir mæta Skagamönnum í æfingaleik.
Eins og flestir vita þá féllu Skagamenn niður í fyrstu deild eftir að hafa átt dapurt sumar en þeir ráku Guðjón
Þórðarson um mitt tímabil en Guðjón er flestum KA-mönnum góðkunnur eftir sumarið 1989. Við stjórnartaumunum tóku Arnar og
Bjarki Gunnlaugssynir og stýra enn.
Andri Júlíusson sem lék seinni hluta sumars með KA er aftur kominn í lið ÍA en aftur á móti mun Þorvaldur Sveinn leika sinn fyrsta leik
eftir eitt tímabil með KS/Leiftri.
Eins má nefna það að Arnar Már er uppalinn Skagamaður en hann verður í herbúðum KA-manna á morgun eftir að hafa átt feykigott
sumar með okkur og að lokum verið valinn besti leikmaður liðsins á lokahófinu í haust. Þá var Dínó einnig á mála
hjá Skagamönnum í nokkurn tíma.
Liðin mættust einu sinni í fyrravetur í Lengjubikarnum og endaði sá leikur með 2-1 sigri Skagamanna.
Leikurinn fer fram í Akraneshöllinni á morgun, laugardag, og hefst kl. 11:15.