Tíndastóll kemur í heimsókn.

Á morgun kl 14 verður blásið til leiks okkar og Tindastóls á iðagrænum frábærum Akureyrarvelli í fimmtu umferð Íslandsmótsins í fótbolta. Samkvæmt vef KSI hafa þessi félög einungis mæst  sex sinnum í leikjum á vegum sambandsins og höfum við haft betur í þeim öllum, markatalan er  okkur hagstæð eða 17- 1.

Það er hinsvegar mikið breytt Tinastólslið sem við fáum í heimsókn á morgun m.v það lið sem við mættum í deildarbikarnum í mars sl. og fyrri afrek hjálpa ekki neitt.  Gestirnir tryggðu sér sæti í fyrstu deild á sl tímabili og hefur í raun gengið ágætlega það sem af er móti í ár, þeir hafa skorað sjö mörk fengið á sig níu eru með þrjú stig.
Þeir vilja spila fótbolta og gengur þegar best lætur vel við þá iðju, þeir eru hættulegir andstæðingar.

Af okkar mönnum er  gott að frétta,  menn eru flestir heilir og þó við  söknum  Ómars og Túfa sem enn eru frá, þá eru aðrir klárir í slaginn og okkur þyrstir í stig.  

Leikurinn hefst eins og áður sagði kl 14 á morgun laugardag, dómari verður  Pétur Guðmundsson honum til aðstoðar  verða Jan Eric Jessen og Bryngeir Valdimarsson.

Áfram KA