Tipp í KA - Heimilinu

Föstudagskvöldið 27. febrúar fer af stað hópleikur í getraunum í KA-Heimilinu. Leikurinn mun standa næstu sex vikur og sigurvegarar/inn hljóta vinning sem gleður! Opið er fyrir tipp í KA - Heimilinu á föstudagskvöldum frá 20:00 - 21:30 þar sem að menn geta spjallað saman og spáð í spilin og freistað þess að auðgast verulega, enda veitir ekki af á þessum síðustu og verstu. Rétt er að geta þess að með því að tippa í KA - Heimilinu styrkir þú einnig knattspyrnudeildina og því er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja að efla það góða starf sem þar er unnið.

Munið! KA - Heimilið - föstudagskvöld kl 20:00 - 21:30 - Hópleikur í getraunum með glæsilegum vinningum!