Í kvöld verður haldið tippkvöld í KA-heimilinu kl. 20:00 þar sem menn geta komið saman og tippað á leiki helgarinnar í boltanum.
Ætlunin er að mynda skemmtilega stemningu meðal KA-manna og geta menn komið og tippað en það

verður settur skemmtilegur og spennandi tippleikur í gang og
þá verða veitingar í boði.
Um helgina fer fram stórleikur á Emirates vellinum í Lundúnum þar sem hinir fornu fjendur, Arsenal og Manchester United mætast og svo eru fleiri skemmtilegir
leikir um helgina.
Við hvetjum alla KA-menn til að mæta og eiga góða stund með öðrum KA-mönnum.