Töfluröð 1. deildar sumarið 2012

Nú liggur fyrir töfluröð fyrir komandi keppnistímabil í 1. deildinni, en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ sl. laugardag. Hér er einungis um að umferðarröðina, en dagsetningar leikjanna liggja ekki fyrir. Eins og sjá má byrjar KA á tveimur útileikjum gegn Breiðholtsliðunum báðum. Á móti kemur síðan að síðari umferðin hefst á tveimur heimaleikjum og því er uppi sú óvenjulega staða að KA er með þrjá heimaleiki í röð um mitt sumar. KA lýkur síðan móti með lengsta ferðalaginu á útivöll - vestur á Ísafjörð.

Það sem er vissulega nokkuð óvenjulegt við komandi keppnistímabil er fjöldi liða í deildinni af landsbyggðinni. Þau voru reyndar fimm sl. sumar, en fjölgar nú um eitt. Upp úr 1. deildinni fóru tvö landsbyggðarlið - ÍA og Selfoss - og úr deildinni féllu tvö lið af höfuðborgarsvæðinu - HK og Grótta. Úr Pepsídeildinni féllu niður í 1. deild annars vegar Þór Ak og hins vegar Víkingur R. Upp í 1. deildinni úr 2. deild komu Tindastól á Sauðárkróki og Höttur á Egilsstöðum.

Helmingur liða í 1. deildanna næsta sumar kemur af landsbyggðinni: KA, Þór, Víkingur Ó, BÍ/Bolungarvík, Tindastóll og Höttur. Hin sex liðin eru af höfuðborgarsvæðinu: Haukar, Leiknir, ÍR, Víkingur R, Þróttur R og Fjölnir.

Töfluröðin fyrir komandi keppnistímabil er sem hér segir:

1. umferð:
ÍR-KA

2. umferð:
Leiknir-KA

3. umferð:
KA-Víkingur

4. umferð:
Fjölnir-KA

5. umferð:
KA-Tindastóll

6. umferð:
Höttur-KA

7. umferð:
KA-Þór

8. umferð:
Þróttur R-KA

9. umferð:
KA-Haukar

10. umferð:
Víkingur Ó-KA

11. umferð:
KA-BÍ-Bolungarvík

12. umferð:
KA-ÍR

13. umferð:
KA-Leiknir R

14. umferð:
Víkingur R-KA

15. umferð:
KA-Fjölnir

16. umferð:
Tindastóll-KA

17. umferð:
KA-Höttur

18. umferð:
Þór-KA

19. umferð:
KA-Þróttur R

20. umferð:
Haukar-KA

21. umferð:
KA-Víkingur Ó

22. umferð:
BÍ/Bolungarvík-KA